mjadjurt1Mjaðjurt (Filipendula ulmaria) hefur græðandi áhrif á slímhúð maga, kemur jafnvægi á magasýrur og er mikið notuð við brjóstsviða, magaverkjum, magabólgum, uppþembu og vindverkjum. Hún er líka mikið notuð til að meðhöndla gigtarverki og bólgur, ásamt því að vera vatnslosandi og þykja gefast vel við blöðrubólgu. Mjaðjurt er einnig notuð gegn kvefi, flensu og hita. Útvortis er mjaðjurt mjög góð til að græða sár og útbrot. Fersk lífræn mjaðjurt er í tinktúrunni fíflablöð & birki og sárasmyrsli.

Lækningajurtir

Myndir af íslenskum lækningajurtum

© Erling Ólafsson